Jan Urban er ákveðinn í því að fá Robert Lewandowski aftur í pólska landsliðið eftir að hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu.
Lewandowski sem er stærsta stjarna pólska liðsins ákvað að hætta vegna þáverandi þjálfara liðsins, Michal Probierz.
Urban segir að Probierz hafi gert stór mistök þegar kom að Lewandowski og vonar hann innilega að framherjinn sem spilar með Barcelona gefi kost á sér á ný.
,,Ef þú spyrð mig þá er Lewandowski framherji sem mun sinna starfi sínu fullkomlega ef hann fær tækifærið til þess,“ sagði Urban.
,,Fyrrum þjálfarinn, Probierz, gerði stór mistök í að fjarlægja fyrirliðabandið af honum. Robert er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar landslið.“
,,Hans aldur? Fyrirgefiði en tölfræðin sem hann er að skila er stórkostlegt og hann er að gera það á Spáni ekki í Sádi Arabíu.“