Inter Milan er búið að ná samkomulagi við Ademola Lookman um kaup og kjör en útlit er fyrir að hann verði ekki leikmaður liðsins næsta vetur.
Þetta kemur fram í ítölskum miðlum en Lookman hefur sjálfur samþykkt að færa sig frá Atalanta til Inter.
Inter neitar hins vegar að borga upphæðina sem Atalanta heimtar sem eru 60 milljónir evra – Inter vill borga 45 milljónir.
Atletico Madrid veit af þessum vandræðum og eru líkur á að liðið blandi sér að fullu í baráttuna á næstu dögum.
Inter er ekki líklegt til að hækka boð sitt í 60 milljónir svo ef verðmiðinn lækkar ekki eru miklar líkur á að Lookman fari ekki á San Siro.