Michail Antonio, fyrrum leikmaður West Ham, viðurkennir að hann hafi eitt sinn verið nálægt því að kýla dómara í andlitið en það var vegna leiks sem var spilaður í apríl 2024.
Það var portúgalskur dómari sem sá um að dæma leik West Ham og Bayer Leverkusen í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en hans frammistaða ku hafa verið ansi slæm í viðureigninni.
Artur Soares Dias er nafnið á þessum ágæta dómara en Antonio segist aldrei hafa upplifað annað eins á löngum knattspyrnuferli.
Dias tók margar skrítnar ákvarðanir í 2-0 tapi gegn Leverkusen og er það eitthvað sem Antonio mun muna eftir alla sína ævi.
,,Versta ákvörðun sem ég hef orðið vitni að? Átta liða úrslitin í Evrópudeildini, við spiluðum við Bayer Leverkusen og töpuðum,“ sagði Antonio.
,,Ég hef ekki séð annað eins í mínu lífi, ég fékk ekkert dæmt mér í hag. Ég hefði getað kýlt dómara leiksins í andlitið.“
,,Ef ég myndi ekki fá lífstíðarbann fyrir það að kýla hann þá hefði leikurinn endað í slagsmálum.“