Það er ekki mikið fjallað um líf stórstjörnunnar Cole Palmer fyrir utan fótboltavöllinn en hann spilar með Chelsea á Englandi.
Palmer er afskaplega rólegur ungur drengur og lætur lítið fyrir sér fara en hann hefur verið í sambandi með Connie Grace undanfarin þrjú ár.
Glam Set & Match greinir nú frá því að Palmer sé búinn að ‘blokka’ Grace á samskiptamiðlum og er einnig hættur að fylgja henni á miðlum eins og Instagram.
Talið er að samband þeirra hangi á bláþræði en Palmer viðurkenndi fyrr á árinu að hann væri að glíma við vandamál innan vallar sem og utan.
Hvað nákvæmlega átti sér stað í þeirrs sambandi er ekki vitað en einnig er bent á að Grace hafi einnig hætt að fylgja systur Palmer á Instagram fyrir nokkrum vikum.
Grace er sjálf nokkuð vinsæl í Bretlandi en hún hefur starfað bæði sem áhrifavaldur og fyrirstæta.