Brentford er að reyna allt til þess að halda sóknarmanninum Yoane Wissa sem er talinn vilja komast burt frá félaginu.
Wissa á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við Brentford og er sterklega orðaður við lið eins og Tottenham og Nottingham Forest.
BBC segir að Brentford geri sér vonir um að framlengja samning leikmannsins en ef hann fer þá er útlitið ekki bjart fyrir næsta vetur.
Brentford er búið að missa fyrirliða sinn til Arsenal, þjálfara sinn til Tottenham og þá er Bryan Mbuemo á leið til Manchester United.
Allar líkur eru á að Wissa hafni því að framlengja samninginn en það mun koma í ljós eftir helgi.