Það er óhætt að segja að Erik ten Hag byrji afskaplega illa með sínu nýja félagi, Bayer Leverkusen, eftir að hafa tekið við í sumar.
Ten Hag er fyrrum stjóri Ajax og Manchester United og er arftaki Xabi Alonso sem gerði frábæra hluti með þýska félagið.
Ten Hag stýrði sínum fyrsta leik í gær og sá sína menn tapa 5-1 gegn unglingaliði Flamengo frá brasilíu.
Leikmenn yngri en 20 ára fengu að spila leikinn hjá Flamengo á meðan Leverkusen tefldi fram nokkuð sterku liði.
Það vantaði vissulega lykilmenn í lið Leverkusen en stjörnur eins og Victor Boniface, Jonas Hofmann, Mark Flekken og Artur voru í byrjunarliðinu.
Flamengo var 4-0 yfir í hálfleik en mark Leverkusen var skorað á 70. mínútu til að laga stöðuna í 5-1.