Jack Grealish hefur víst samþykkt það að æfa einn og verður ekki hluti af aðalliði Manchester City sem undirbýr sig fyrir næsta tímabil.
Frá þessu greinir Telegraph en hann er ekki með öðrum leikmönnum City á æfingum og er að undirbúa sig fyrir brottför.
Pep Guardiola, stjóri City, hefur misst þolinmæðina þegar kemur að Grealish og er það mikið vegna hegðun hans utan vallar.
Grealish er duglegur að fá sér í glas og skemmtir sér vel á sumrin en hann spilaði alls ekki vel með þeim bláklæddu í vetur.
Samkvæmt Telegraph hefur Grealish snúið aftur til City en æfir einn til að halda sér í standi fyrir næsta félag.
Grealish kostaði 100 milljónir punda á sínum tíma en hefur ekki staðist væntingar í Manchester og má því fara í sumar.