fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. júlí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna margir eftir skelfilegu bílslysi sem átti sér stað í vetur en Michail Antonio, þáverandi leikmaður West Ham, er heppinn að vera á lífi í dag.

Antonio lenti í mjög svo óhugnanlegu bílslysi í desember 2024 og lá á spítala í langan tíma en er kominn á skrið í dag og byrjaður að spila á ný.

Antonio segir sjálfur að hann muni ekkert eftir að hafa klesst á eða hvað nákvæmlega átti sér stað en hann fór yfir sína reynslu í hlaðvarpsþættinum Best Mode On.

,,Það klikkaðasta við þetta allt saman er að allur heimurinn fékk að upplifa þetta bílslys meira en ég,“ sagði Antonio.

,,Já ég var í slysinu en ég var ekki hluti af því. Ég man ekki eftir neinu, ég man ekki eftir bílslysinu og ég man ekki eftir því að hafa verið á spítala eða að hafa farið í aðgerð.“

,,Það voru margar tilfinningar sem ég upplifði til að byrja með. Líkaminn man eftir því sem gerðist en hausinn á mér gerir það ekki.“

,,Það sem ég hef lært f þessu er að fótboltinn er mikilvægur en heilsan er mikilvægari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid
433Sport
Í gær

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Í gær

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ