Það er komið ‘Here we go’ á félagaskipti Marcus Rashford til Barcelona en blaðamaðurinn Fabrizio Romano fjallar að sjálfsögðu um málið.
Romano notar þessa frægu setningu þegar allt er klappað og klárt og eru allar líkur á að Rashford spili á Spáni í vetur.
Romano segir að Rashford sé búinn að ná munnlegu samkomulagi við Barcelona og gerir lánssamning út tímabilið.
Barcelona getur svo keypt Rashford næsta sumar ef hann stenst væntingar hjá félaginu.
Englendingurinn mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum og verða skiptin staðfest í kjölfarið.