Kona að nafni Hannah Hampton lenti í ansi áhugaverðu atviki í vikunni eftir leik Englands og Svíþjóðar á EM kvenna.
Hannah er markvörður enska liðsins en hún stóð sig vel í vítakeppninni sem tryggði Englandi sigur í viðureigninni.
Hún mætti í mörg viðtöl eftir sigurinn en á blaðamannafundi ákvað hún að svara símtali á FaceTime.
Maður að nafni Paul hafði hringt stanslaust í Hannah sem ákvað að slá á létta strengi og svaraði símtalinu.
Paul var léttur í símtalinu og sagði henni að hafa engar áhyggjur af blaðamannafundinum því England væri komið í undanúrslit.
Þetta skemmtilega myndband má sjá hér.
‘I can’t talk, I’m in a press conference.’ 😂
Not the best time for Hannah Hampton’s phone to go off!#BBCFootball #WEuros2025 pic.twitter.com/fh39HeoMdQ
— BBC Sport (@BBCSport) July 17, 2025