Framherjinn Evan Ferguson er að ganga í raðir Roma á Ítalíu en þetta staðfestir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Ferguson er leikmaður Brighton á Englandi en hann gerir lánssamning við Roma út næsta tímabil.
Roma getur svo keypt Ferguson næsta sumar fyrir 40 milljónir evra en það mun velta á frammistöðu leikmannsins.
Ferguson er 20 ára gamall sóknarmaður en hann var lánaður til West Ham í vetur og stóðst ekki væntingar.
Hann hefur verið í lægð undanfarið ár eða svo eftir að hafa byrjað mjög vel með Brighton árið 2022-2023.