Lið í Argentínu hafa nú loksins fengið leyfi fyrir því að hleypa stuðningsmönnum gestaliða á völlinn í fyrsta sinn í um 12 ár.
Argentínska knattspyrnusambandið tók ákvörðun árið 2013 um það að banna öllum stuðningsmönnum gestaliða á mætta á leiki eftir afskaplega ljót atvik sem höfðu átt sér stað.
Til að nefna eitthvað þá voru tveir stuðningsmenn Boca Juniors drepnir á leik gegn San Lorenzo og þá dó einn aðili í leik á milli Estudiantes og Lanús árið 2013.
Argentínska sambandið ætlar að reyna að lyfta þessu banni og sjá hvernig mun ganga en ef menn haga sér ekki verður það að öllum líkindum sett á aftur.
Fyrstu leikirnir sem verða prufureyndir eru í kvöld en það eru viðureignir Lanús og Rosario Central og þá Instituto og River Plate.