Thibaut Courtois hefur framlengt samning sinn við Real Madrid til ársins 2027 en þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Um er að ræða einn besta markvörð heims en hann hefur spilað með Real undanfarin sjö ár.
Belginn var áður á mála hjá Chelsea en hefur síðan 2018 spilað 200 deildarleiki fyrir Real og staðið sig vel.
Samningur Courtois átti að renna út næsta sumar en Real vill alls ekki missa lykilmanninn.
Courtois er 33 ára gamall og er sagður vilja enda feril sinn hjá spænska stórliðinu.