KA vann mikilvægan sigur í Bestu deild karla í dag en seinni leik dagsins var að ljúka.
KA fékk ÍA í heimsókn í fallbaráttuslag og unnu heimamenn gríðarlega sterkan 2-0 sigur og eru nú komnir úr fallsæti.
KA er í tíunda sæti með 18 stig, þremur stigum meira en ÍA og tveimur stigum meira en KR sem á leik til góða.
KR spilar næst við Breiðablik heima um næstu helgi en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.
Jóan Símun Edmundsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson gerðu mörk KA í leiknum.