Barcelona hefur hafið viðræður við Marcus Rashford sem er líklega á leið til félagsins frá Manchester United.
Rashford hefur verið orðaður við Börsunga í allt sumar en hann virðist ekki eiga framtíð fyrir sér í Manchester.
Rashford er 27 ára gamall sóknarmaður og var lánsmaður hjá Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils.
Barcelona vill fá leikmanninn á láni með möguleika á að kaupa endanlega en frá því greinir David Ornstein.
Ornstein segir að Hansi Flick, stjóri Börsunga, sé búinn að samþykkja komu leikmannsins og að hann henti Barcelona bæði fjárhagslega og fótboltalega.