fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
433Sport

Brjálaðir eftir að hann var ráðinn til starfa – Kallaður versti þjálfari sögunnar

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. júní 2025 10:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Atalanta eru langt frá því að vera ánægðir eftir að félagið tilkynnti það að Ivan Juric væri tekinn við liðinu.

Juric er 49 ára gamall Króati en hann hefur nánast allan sinn þjálfaraferil starfað á Ítalíu.

Juric stoppaði stutt á Englandi á nýliðnu tímabili en honum mistókst að halda Southampton í efstu deild.

Juric var áður hjá Roma í nokkra mánuði en hann er þekktastur fyrir þrjár mismunandi dvalir hjá Genoa.

Stuðningsmenn Atalanta vilja ekkert með Juric hafa en hann leysir hinn vinsæla Gian Piero Gasperini af hólmi sem gerði frábæra hluti með liðið.

Sumir fara svo langt og kalla Juric versta þjálfara í sögu Serie A og er ljóst að hann byrjar undir mikilli pressu hjá félaginu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho