fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
433Sport

Las upp bréf í beinni frá reiðum og pirruðum Skagamanni – „Hefur ekki verið með lausnir“

433
Þriðjudaginn 3. júní 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk pistil ofan af Skaga 7:40 í morgun,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar um stöðu Skagamanna í hlaðvarpi þeirra félaga.

Það er dökkt ský yfir Akranesi vegna stöðu liðsins í Bestu deild karla þar sem liðið situr á botni deildarinnar.

ÍA vann magnaðan sigur á Breiðablik í síðustu viku en þremur dögum síðan fengu Skagamenn skell frá ÍBV á heimavelli.

Svona hljóðaði bréfið:
Sælir ég var að ræða við gamlan leikmann af Skaganum í gær og hvernig þeir mæta í mótið, Skaginn mætir til leiks með veikari hóp en í fyrra. Þeir lána frá sér leikmenn sem voru á bekk og að spila mínútur, þeir sækja leikmenn sem eru ekki nógu góðir í þessa deild. Við erum með slakasta markvörð í sögu efstu deildar.

Jón Þór hefur ekki verið með lausnir og það á bara að rífa sig í gang, þeir þurfa tvo leikmenn í glugganum og nýjan mann í brúnna áður en illa fer.

Kv einn vel pirraður Skagamaður.

Nokkur umræða fór síðan fram í Þungavigtinni um stöðu mála hjá ÍA en Jón Þór Hauksson er þjálfari liðsins. „Jón Þór sagði að leikmenn hefðu ekki höndlað að vinna Blika,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason

Kristján Óli tók svo til máls. „Ég vil meina að næsti leikur Afturelding vs ÍA, sé fyrsti tólf stiga leikur sumarsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho