fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433

Mögnuð innkoma Kristófers í Garðabænum – Valsarar á siglingu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 21:14

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik kom til baka í seinni hálfleik og valtaði yfir nágranna sína í Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Benedikt Waren kom Stjörnunni yfir snemma leiks og útlitið fyrir Garðbæinga var lengi vel gott. Þegar 20 mínútur lifðu leiks settu Blikar hins vegar í fimmta gír og Kristófer Ingi Kristinsson gerði frábæra þrennu.

Aron Bjarnason innsiglaði 1-4 sigur í restina og Íslandsmeistararnir halda öðru sætinu, eru nú með jafnmörg stig og Víkingur, 26, sem þó á leik til góða. Stjarnan er í fjórða sæti með 20 stig.

Gott gengi Vals hélt þá áfram, en liðið vann sigur á KA í markaleik í kvöld. Adam Pálsson, Tómas Bent Magnússon, Albin Skoglund og Stefán Gísli Stefánsson gerðu mark hvor í 2-5 sigri, eitt markanna var sjálfsmark Ásgeirs Sigurgeirssonar.

Bjarni Aðalsteinsson og Hans Viktor Guðmundsson gerðu mark KA. Valur er í þriðja sæti með 24 stig en KA er með 12 stig í ellefta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“