fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Símtali Svíans í forsetann lekið – Mun aldrei fyrirgefa þeim ef þetta gerist í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. júní 2025 09:48

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að samband milli Viktor Gyokeres og félags síns, Sporting í Portúgal, sé í molum. Nú er fjallað um símtal hans í forseta félagsins á dögunum í portúgalska miðlunum Record.

Framherjinn vill burt og er ansi eftirsóttur. Það er talið líklegast að hann endi hjá Arsenal og þangað vill hann fara. Fyrr í sumar var mikil fjallað um meint heiðursmannasamkomulag milli Gyokeres og Sporting um að hann mætti fara fyrir 60 milljónir punda, auk 10 milljóna seinna meir, en forseti félagsins Frederico Varandas sagði það algjört bull.

Gyokeres er brjálaður yfir þessu og taldi samkomulagið í gildi. Á hann nú að hafa hringt í Varandas þar sem hann sagði honum að hann ætlaði sér að fara til Arsenal í sumar og brýndi fyrir honum hvað þetta væri mikilvægt augnablik á ferli hans.

Þá á Svíinn að hafa sagt að ef útspil Sporting verði til þess að Arsenal leitar annað í framherjamálum muni hann aldrei fyrirgefa þeim sem báru ábyrgð á málum hans hjá Sporting.

Loks kemur það ekki til greina hjá Gyokeres að mæta aftur til æfinga hjá Sporting eftir sumarfrí, allavega ekki af fúsum og frjálsum vilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag
433Sport
Í gær

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki