fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Reiðir Vesturbæingar létu í sér heyra í gær – Óskar skýtur á kollega sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. júní 2025 08:25

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, skaut á Túfa, þjálfara Vals, eftir 6-1 tap Vesturbæinga gegn Hlíðarendafélaginu í Bestu deild karla í gær.

Valur komst yfir í leiknum og KR jafnaði, en svo rúlluðu lærisveinar Túfa algjörlega yfir gestina. Það mátti heyra pirring á meðal stuðningsmanna KR í stúkunni og var Óskar til að mynda spurður út í það í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

„Stuðningsmenn KR eru þeir bestu á Íslandi. Þeir klappa fyrir okkur þegar vel gengur. Það var líka klappað fyrir okkur í mótlæti og þeir eru í fullum rétti til að sýna skoðun sína. Ég ætlast ekkert til þess að allir KR-ingar skilji hvað ég er að reyna gera. Fæstir skilja það. Sérfræðingar sem eru að fjalla um fótbolta skilja það alls ekki. Umræðan og hugmyndin um íslenskan fótbolta er að hann er úrslitabransi eingöngu. Þegar að menn fara að horfa á slíkt gleymist oft þetta að það þarf líka að byggja upp. Þegar þú átt ekki neitt þarf að búa eitthvað til. Það gerist ekki á einni nóttu,“ sagði Óskar, sem skaut svo sem fyrr segir á kollega sinn í sama viðtali.

„Leikurinn í dag endurspeglar muninn á mér og Túfa. Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en Valsmenn gerðu enga sérstaka tilraun til að spila fótbolta. Valur er samt eitt besta lið landsins. Þeir gerðu alls ekki tilraun til að spila fótbolta í dag. Þeir fóru fram, þeir fóru langt þeir keyrðu á það sem þeir töldu vera veikleika okkar. Vel gert hjá þeim.“

KR er í tíunda sæti Bestu deildarinnar með 13 stig eftir 12 leiki, stigi fyrir ofan fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jackson orðaður við Manchester United

Jackson orðaður við Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Í gær

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Í gær

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Í gær

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram