fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Telja að ákvörðun Gylfa sem setti allt í háaloft sé farin að líta ansi vel út

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. júní 2025 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson virðist vera að finna taktinn í Víkingstreyjunni eftir fremur hæga byrjun eftir komu sína til félagsins.

Gylfi skoraði seinna mark Víkings í 0-2 sigri á KA í gær og átti flottan leik. Hann fékk einnig mikið lof fyrir frammistöðu sína gegn KR í síðasta leik.

„Gylfi fór í Víking til að vinna titil, hann sá að það var ekki séns á Hlíðarenda. Tók hann rétta ákvörðun?“ spurði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football, en Víkingur er á toppi deildarinnar.

Andri Már Eggertsson, Nablinn, tók þá til máls.

„Já, heldur betur. Sérstaklega núna þegar ef hann er að verða meiri faktor í mörkum og stoðsendingum. Víkingarnir eru líklegir til að fara alla leið og þá líta félagaskiptin hjá Gylfa auðvitað mjög vel út.“

Gylfi fór eftirminnilega frá Val í Víking í vetur eftir eitt ár á Hlíðarenda. Ekki voru allir Valsarar sáttir við skiptin og úr varð mikið fjölmiðlafár, en kappinn vildi komast í lið sem gerði alvöru atlögu að titlinum.

Gylfi, sem er orðinn 35 ára gamall, var að skora sitt fyrsta mark í sumar en sennilega ekki það síðasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel