fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. júní 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace hefur staðfest að John Textor hafi samþykkt að selja hlut sinn í félaginu. Gerir hann þetta svo félagið eigi möguleika á að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Palace vann sér inn þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð með því að vinna enska bikarinn, sinn fyrsta stóra titil, í vor. Eins og staðan er núna má liðið hins vegar ekki taka þátt þar vegna eignarhalds Textor.

Hann á 43 prósent í Palace en á einnig hlut í franska félaginu Lyon, sem tekur þátt í Evrópudeildinni. Ekki er heimilað að eiga meira en eitt félag í sömu keppni. Verði Palace dæmt úr Evrópudeildinni gengur heldur ekki að liðið verði fært niður í Sambandsdeildina. Er það vegna þess að David Blitzer, sem einnig á hlut í félaginu, er meirihlutaeigandi í danska stórliðinu Bröndby, sem tekur þátt í keppninni.

Nú hefur Textor ákveðið að selja sinn hlut fyrir um 190 milljónir punda og er kaupandinn Bandaríkjamaðurinn Woody Johnson, sem er eigandi ameríska fótboltaliðsins New York Jets.

Það er þó ekki enn ljóst hvort þetta dugi til að Palace fái grænt ljós til að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en þetta eykur líkurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð