fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

U-beygja hjá Jóni Gnarr – „Gleymum ekki sögunni, sagan fylgir þér alltaf“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. júní 2025 08:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr greindi frá því á dögunum að hann væri orðinn ÍR-ingur í fótboltanum hér á landi. Spilar nafnið og sagan þar inn í.

Jón valdi sér lið til að halda með á dögunum en er ekki hrifinn af orðinu knattspyrna, vill heldur nota orðið fótbolti. Því lá vel við að velja ÍR, Reykjavíkurlið sem ber ekkert slíkt í nafni sínu.

Jón og Sigurjón Kjartansson fóru nánar yfir þetta í hlaðvarpi Tvíhöfða. Þar benti sá síðarnefndi til að mynda á að ÍR væri í Breiðholti, hvergi nærri Vesturbænum, þar sem Jón hefur búið í fjölda ára. Benti Jón þá á að upphaflega hafi ÍR verði miðsvæðis.

„Gleymum ekki sögunni, sagan fylgir þér alltaf. Ég er orðinn ÍR-ingur og er búinn að fara á leik. Ég á ÍR-treyju, ég mun fá mér ÍR-húfu,“ sagði Jón, sem hefur hingað til ekki haft mikið dálæti á knattspyrnu.

Hann var heiðursgestur á sigri ÍR í nágrannaslagnum við Leikni í Lengjudeild karla á dögunum. Það var hvergi nær síðasti leikurinn sem þingmaðurinn mætir á þetta sumarið ef marka má orð hans.

„Þarna ætla ég að venja komur mínar. Ég ætla að kaupa mér árskort og fá að njóta þess að vera fótboltaáhugamaður,“ sagði Jón enn fremur í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar