fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Sjáðu atvikin í gærkvöldi sem Eyjamenn eru brjálaðir yfir – „Mér fannst þetta ógeðslega lélegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. júní 2025 10:30

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn ÍBV voru allt annað en sáttir með dómgæslu Twana Khalid Ahmed í tapi gegn Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Leiknum lauk með 0-1 sigri Vals, en Hólmar Örn Eyjólfsson gerði markið. Eyjamenn vildu fá að minnsta kosti eina vítaspyrnu í leiknum, jafnvel tvær.

Margir eru á því að þeir hafi eitthvað til síns máls þegar kemur að því þegar Bjarni Mark handlék knöttinn innan teigs, en ekkert var dæmt.

Markaskorarinn Hólmar fékk boltann einnig í höndina í leiknum en það atvik virkar öllu umdeilanlegra.

„Ég veit ekki hvernig er dæmt þegar þú ert að styðja þig við jörðina og boltinn neglist í höndina á þér. Ég veit ekki hvernig þessar reglur eru í dag,“ sagði Hólmar um atvikið við RÚV eftir leik.

Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði ÍBV var spurður út í dómgæsluna eftir leik.

„Klárlega víti. Ég átti nokkrar samræður við dómarann í gegnum leikinn. Mér fannst þetta ógeðslega lélegt. Þeir fengu eitt gult spjald í leiknum en við einhver sex. Þeir brjóta samt endalaust á okkur, svipuð brot, vítin. Eigum við ekki að stoppa þar bara.“

Hér að neðan má sjá bæði atvikin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar