fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Jóhannes Karl sagður taka leikmann með sér frá Danmörku upp á Skaga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. júní 2025 11:17

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll vötn virðast renna til þess að Jóhannes Karl Guðjónsson taki við sem þjálfari karlaliðs ÍA á nýjan leik og eru sögusagnir um að hann muni taka leikmann með sér frá Danmörku.

Fyrr í vikunni var tilkynnt að Jón Þór Hauksson og knattspyrnudeild ÍA hefðu slitið samstarfi sínu eftir dapurt gengi það sem af er móti í Bestu deildinni. Skagamenn eru á botninum með níu stig.

Ægir Jarl í leik með KR.

Jóhannes er þjálfari AB Kaupmannahafnar í dönsku C-deildinni og eru Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson þar á mála. Sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson greindi frá því í Dr. Football að Jóhannes hyggðist taka þann síðarnefnda með sér upp á Skaga. Er þessi 27 ára gamli leikmaður sagður opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands eftir ársdvöl í dönsku höfuðborginni.

Jóhannes Karl stýrði ÍA einnig frá 2018 til 2021, áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, þaðan sem hann hélt svo til Danmerkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband