fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Varar efnilegasta leikmann heims við: ,,Hlutir sem hann þarf að læra“

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. júní 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur varað hinn unga Lamine Yamal við því að hann eigi enn mikið eftir ólært þrátt fyrir að vera orðinn lykilmaður hjá félaginu og einnig spænska landsliðinu.

Yamal er einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims en hann er aðeins 17 ára gamall og hefur nú unnið bæði spænsku deildina og EM.

Suarez er gríðarlega mikill aðdáandi Yamal en varar leikmanninn þó við því að hann eigi mikið eftir ólært innan vallar sem mun koma á næstu árum.

,,Lamine er leikmaður sem er að sýna gríðarlegan þroska á þessum aldri miðað við aðra,“ sagði Suarez.

,,Hann tekur ábyrgð í stóru leikjunum og er auðvitað mikill stuðningsmaður Barcelona. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd.“

,,Hann þarf að halda áfram að njóta þess að spila og öðlast reynslu til að bæta sig. Það eru enn hlutir sem hann þarf að læra, hlutir sem við lærum frá 18 til 25 ára aldurs. Hann er að stimpla sig inn og er að gera gæfumuninn í leikjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar