fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Umdeildir dómar þegar Víkingur vann – Gylfi lagði upp sigurmarkið

433
Mánudaginn 16. júní 2025 21:09

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var knattspyrnuveisla í Víkinni í kvöld þegar KR heimsótti heimamenn, umdeildir dómar og mikill skemmtun einkenndi leikinn.

Helgi Guðjónsson kom Víkingi yfir eftir tólf mínútna leik af vítapunktinum, Valdimar Þór Ingimundarson hafði þá fiskað vítaspyrnu. Ekki voru allir sannfærðir um dóminn.

Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins var svo í sviðsljósinu eftir hálftíma leik þegar Karl Friðleifur Gunnarsson varnarmaður Víkings varði boltann inni í teig.

Jóhann dæmdi víti en rak Karl Friðleif ekki af velli en samkvæmt reglunum átti að gera það. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði af öryggi úr vítinu og jafnaði.

Það var svo Karl Friðleifur sem kom Víkingi yfir á 43 mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því tveimur mínútum síðar jafnaði Matthias Præst fyrir gestina úr KR.

Eina mark síðari hálfleiks skoraði Gunnar Vatnhamar með skalla eftir glæsilega hornspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Víkingar áfram á toppi deildarinnar eftir sigurinn en KR í níunda sæti og aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband