fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Jón Þór hættur á Skaganum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 16. júní 2025 11:05

Jón Þór Hauksson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson og ÍA hafa komist að samkomulagi um að hann hætti sem þjálfari karlaliðsins eftir dapurt gengi í Bestu deildinni það sem af er sumri. Félagið staðfestir þetta.

Skagamenn eru á botni deildarinnar með aðeins 9 stig eftir 11 leiki, sem er langt frá markmiðum eftir flott tímabil í fyrra. Í viðtölum eftir tap gegn Afturelding í gær viðurkenndi Jón Þór að hann óttaðist um stöðu sína við stjórnvölinn.

Í tilkynningu ÍA er ákvörðunin sögð sameiginleg. „Ég vil þakka Knattspyrnufélagi ÍA fyrir samstarfið síðustu ár. Það hefur verið mér bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að starfa með leikmönnum og starfsfólki félagsins. Ég óska liðinu og öllum sem að því koma góðs gengis í framtíðinni,“ segir Jón Þór.

Jón Þór var á sínu fjórða tímabili með ÍA. Kom hann liðinu upp úr Lengjudeildinni á þarsíðustu leiktíð og fylgdi því eftir með 5. sætinu í efstu deild í fyrra.

ÍA er nú farið í leit að nýjum þjálfara til að takast á við seinni hluta tímabilsins og reyna að snúa genginu við.

Tilkynning ÍA
Knattspyrnufélag ÍA tilkynnir að Jón Þór Hauksson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Ákvörðunin var tekin í samráði milli Jóns Þórs og stjórnar félagsins.

Jón Þór tók við þjálfun liðsins þann 1. febrúar 2022 og hefur gegnt starfinu af ábyrgð og festu á þeim tíma sem hann hefur verið hjá félaginu. Bæði hann og stjórn félagsins voru sammála um að nú væri rétt að gera breytingar, með hagsmuni liðsins og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi.

„Ég vil þakka Knattspyrnufélagi ÍA fyrir samstarfið síðustu ár. Það hefur verið mér bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að starfa með leikmönnum og starfsfólki félagsins. Ég óska liðinu og öllum sem að því koma góðs gengis í framtíðinni.“ Jón Þór Hauksson

Stjórn KFÍA þakkar Jóni Þór fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum.

Stjórnin hefur hafið undirbúning að ráðningu nýs þjálfara og verður tilkynnt um framhaldið þegar það liggur fyrir.

F.h. stjórnar Knattspyrnufélags ÍA
Eggert Herbertsson, formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar