fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Goðsögnin bíður og bíður eftir símtalinu sem kemur ekki – .,Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki tækifærið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. júní 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea og goðsögn félagsins, er enn að bíða eftir því að fá tækifæri sem aðalþjálfari.

Terry hefur starfað sem aðstoðarþjálfari eftir að ferlinum innan vallar lauk og sinnti því starfi síðast hjá Aston Villa.

Terry hefur reynt og reynt að fá tækifæri sem aðalþjálfari án árangurs en hann segist tilbúinn í þá áskorun sem fyrst.

Englendingurinn viðurkennir að hann gæti gefist upp á einhverjum tímapunkti ef hann fær ekki sénsinn á næstu mánuðum eða árum.

,,Ég er enn jafn ástríðufullur og auðvitað vil ég verða aðalþjálfari. Ég er að horfa á alla leiki, ég horfi á þá aftur og er einnig á námskeiðum. Ég eyði svo miklum tíma í að bíða eftir þessu tækifæri,“ sagði Terry.

,,Því lengur sem þetta tekur þá eru meiri líkur á að ég segi stopp og einbeiti mér að öðrum hlutum. Ég hef verið fyrirliði Chelsea, fyrirliði Englands og náð árangri. Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki tækifærið, ég skil það ekki.“

,,Ég tel að enskir þjálfarar fái ekki sömu tækifærin og aðrir, við lútum í lægri hlut fyrir erlendum þjálfurum sem hafa náð árangri í deildum sem eru ekki þær bestu í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar