fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Fyrirliðinn í toppstandi þegar styttist í EM

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. júní 2025 16:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er í toppstandi þegar tæpar þrjár vikur eru í að EM í Sviss hefjist.

Þorsteinn Halldórsson sagði frá þessu í samtali við 433.is í dag. Glódís spilaði síðustu tvo leiki Þjóðadeildarinnar gegn Frökkum og Norðmönnum, en hún hefur samt sem áður glímt við meiðsli í vor. Þau ættu ekki að plaga hana á EM.

video
play-sharp-fill

„Hún er alveg klár. Hún fór í gegnum þessa leiki þannig séð auðveldlega. Hún lítur bara vel út,“ sagði Þorsteinn um fyrirliðann, sem er auðvitað lykilmaður Bayern Munchen einnig.

„Nú líður smá tími milli þess sem hún spilar leiki en hún er að æfa og verður í toppstandi á EM,“ sagði hann enn fremur.

Ísland hefur leik á EM 2. júlí gegn Finnum. Við tekur leikur gegn heimakonum í Sviss 6. júní áður en Stelpurnar okkar mæta Noregi í lokaleik riðilsins þann 10. júlí. Tvö efstu liðin fara áfram í 8-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Arnar taki við Fylki

Segja að Arnar taki við Fylki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo mun fá minna að spila

Ronaldo mun fá minna að spila
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Í gær

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho
433Sport
Í gær

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Í gær

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
Hide picture