fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs gefur kjaftasögunum langt nef – „Það er bara þvæla, bara algjör þvæla“

433
Föstudaginn 13. júní 2025 13:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands segir það tóma þvælu að leikmenn sem eru hjá Stellar umboðsskrifstofunni hafi einhvern forgang hjá honum í landsliðinu.

Þeim samsæriskenningum hefur verið reynt að halda á lofti eftir að Arnar varð landsliðsþjálfari en Bjarki Gunnlaugsson bróðir hans starfar hjá Stellar og sér um íslenska leikmenn þar.

Mikael Nikulásson tók viðtal við Arnar í Þungavigtinni í dag og tók dæmi um Bjarka Stein Bjarkason sem hefur verið í fyrstu tveimur hópunum hjá Arnar. Bjarki dróg sig út úr hópnum á dögunum og inn kom Dagur Dan Þórhallsson sem hefur spilað meira með félagsliði en Bjarki undanfarið.

Bjarki er skjólstæðingur Stellar og spilar með Venezia í Seriu A á Ítalíu en hefur lítið spilað undanfarið ár.

„Hann er að spila taktísakn leik í Seriu A, það er enginn hægri bakvörður að spila af neinu viti. Dagur Dan er að spila sem kantmaður, Valgeir er lítið að spila og Bjarki lítið að spila. Ég vildi hafa einhvern sem þekkir kerfið mitt, Bjarki Steinn var valin sem varabakvörður fyrir Gulla. Dagur Dan er á lista yfir þeim sem koma inn og út, hann var eflaust mjög hissa að hafa fengið mínútur gegn Skotum en stóð sig vel,“ sagði Arnar um málið við Þungavigtina.

Hann sagði að Dagur Dan væri nú á undan Bjarka í röðinni ef staðan yrði óbreytt í haust. „Núna er Dagur komin á undan Bjarka, ef sama staða kemur upp í haust þá er hann komin lengra með það sem við viljum gera. Þú tekur ákvarðanir.“

Mikael ítrekaði þá spurningu sína um það hvort tengsl við Stellar skiptu máli. „Það er bara þvæla, bara algjör þvæla. Ef ég gerði það, þá hefði Hörður Björgvin ekki byrjað gegn Skotlandi heldur Daníel Leó. Jói Berg og Aron Einar eru ekki Stellar leikmenn, Albert er ekki Stellar leikmaður. Þetta er þvæla.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“