fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Klúðrið á bak við tjöldin hjá Palace: Óvissa ríkir en hugsanleg lausn í sjónmáli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. júní 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn óljóst hvort Crystal Palace fái að taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en verið er að vinna að lausn.

Palace vann sér inn þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð með því að vinna enska bikarinn, sinn fyrsta stóra titil, í vor.

Eins og staðan er núna má liðið hins vegar ekki taka þátt þar vegna eignarhalds John Textor. Hann á 43 prósent í Palace en á einnig hlut í franska félaginu Lyon, sem tekur þátt í Evrópudeildinni. Ekki er heimilað að eiga meira en eitt félag í sömu keppni.

Verði Palace dæmt úr Evrópudeildinni gengur heldur ekki að liðið verði fært niður í Sambandsdeildina. Er það vegna þess að David Blitzer, sem einnig á hlut í félaginu, er meirihlutaeigandi í danska stórliðinu Bröndby, sem tekur þátt í keppninni.

Einn möguleikinn er því að Palace verði dæmt úr Evrópukeppnum yfirhöfuð, Nottingham Forest, sem vann sér inn þátttökurétt í Sambandsdeildinni, fari upp í Evrópudeildina og að Brighton fái Sambandsdeildarsæti.

The Athletic segir nú frá því að verið sé að reyna að bjarga málunum með því að Textor selji hlut sinn í Palace. Eigendahópur frá Bandaríkjunum hyggst bjóða 200 milljónir dollara. Annar Bandaríkjamaður á þá að hafa boðið í félagið en var ekki til í að greiða uppsett verð.

Fari svo að Textor selji sinn hlut til bandaríska hópsins ætti þó enn eftir að samþykkja það af ensku úrvalsdeildinni og UEFA, áður en ákvörðun verður svo tekin um hvort Palace fái að taka þátt í Evrópudeildinni.

Þá segir í umfjöllun Sky Sports að UEFA vilji láta dæmið ganga upp og komast að lausn svo Palace fái að taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“