fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Bjarni sat pirraður fyrir framan skjáinn og baunar á menn – „Eins og sumir þeirra hefðu verið sprautaðir með kæruleysislyfi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. júní 2025 07:36

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, er heldur harðorður í garð íslenska karlalandsliðsins í pistli sem hann skrifar í blað dagsins. Ísland lék tvo vináttulandsleiki á dögunum, vann frábæran 1-3 sigur á Skotum á föstudag en tapaði 1-0 gegn Norður-Írum og sýndi dapra frammistöðu á þriðjudag.

„Það var pirrandi að horfa á vináttulandsleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir sögulegan sigur gegn Skotlandi á föstudaginn gerði maður sér vonir um það að íslenska liðið myndi láta kné fylgja kviði með góðri frammistöðu, úrslitum og fara þannig inn í fyrstu leiki undankeppni HM 2026 með tvo sterka sigra á bakinu,“ skrifar Bjarni, en undankeppnin hefst í haust.

„Leikmenn liðsins virkuðu hins vegar saddir eftir sigurinn gegn Skotlandi og þeir sem komu inn í liðið, eftir að hafa byrjað á varamannabekknum gegn Skotlandi, náðu sér engan veginn á strik. Það var í raun eins og sumir þeirra hefðu verið sprautaðir með kæruleysislyfi rétt fyrir leik, svo slakir voru þeir.“

Þrátt fyrir mikil gæði segir Bjarni landsliðið í dag vanta lykilatriði sem gullkynslóðin svokallaða hafði.

„Það er bæði þreytt og ósanngjarnt að vera endalaust að bera landsliðið okkar í dag saman við landsliðið sem fór á tvö stórmót, EM 2016 og EM 2018, en það sem einkenndi gullaldarlið Íslands var fyrst og fremst vinnusemi, dugnaður og ástríðan að spila fyrir Ísland.

Tæknilega séð erum við með miklu betri fótboltamenn í landsliðinu í dag en á þeim tíma en það vantar hins vegar upp á vinnuþjarkana og baráttujaxlana sem voru tilbúnir að henda sér fyrir strætó fyrir Ísland,“ skrifar Bjarni.

Pistilinn í heild má finna í Morgunblaðinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel