fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
433Sport

Þjóðverjinn ósátti orðaður við áhugavert skref

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, er sennilega á förum í sumar, en félagið telur sig ekki hafa not fyrir hann.

Börsungar eru að fá Joan Garcia frá nágrönnunum í Espanyol og þá verður Wojciech Szczesny, sem tók hanskana af hillunni til að spila með liðinu á síðustu leiktíð, áfram.

Undanfarna daga hefur verið fjallað um óánægju Ter Stegen með stöðu mála, en hann vill helst vera áfram hjá Barcelona. Er hann samningsbundinn til 2028. Stjórinn Hansi Flick og stjórn félagsins vilja hins vegar losa hann.

Nú segir spænski miðillinn Mundo Deportivo frá því að tyrkneska félagið Galatasaray hafi áhuga á þýska markverðinum. Liðið varð meistari í vor og tryggði sér um leið þátttökurétt í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho