fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
433Sport

Ten Hag vill fara til Englands og gera afar áhugaverð kaup

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. júní 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, nýr stjóri Bayer Leverkusen, horfir til Englands í leit að arftaka Florian Wirtz.

Wirtz, sem er einn allra besti leikmaður Leverkusen, er á leið til Liverpool á yfir 100 milljónir punda og skilur stórt skarð eftir sig.

Ten Hag, sem er auðvitað fyrrum stjóri Manchester United, telur Jack Grealish hjá sínum fyrrum nágrönnum í Manchester City fullkominn til að koma í hans stað.

Getty Images

The Sun segir frá þessu, en Grealish virðist algjörlega úti í kuldanum hjá Manchester City.

Grealish, sem kom til City fyrir 100 milljónir punda árið 2021, hefur verið orðaður við lið eins og Aston Villa, Everton, Newcastle, West Ham og Napoli undanfarið.

Ljóst er að City fær hvergi nálægt 100 milljónum punda fyrir hann aftur en talið er að félagið yrði sátt við um 40 milljóna punda sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal á leið í teymið hjá Liverpool

Fyrrum leikmaður Arsenal á leið í teymið hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjóða 36 ára gömlum leikmanni tveggja ára samning – Óvænt á óskalista Barcelona

Bjóða 36 ára gömlum leikmanni tveggja ára samning – Óvænt á óskalista Barcelona
433Sport
Í gær

Áhugaverð ummæli Partey – „Ég á fjölskyldu sem þarf peninga“

Áhugaverð ummæli Partey – „Ég á fjölskyldu sem þarf peninga“
433Sport
Í gær

Sænska undrið á blaði víða og er fáanlegur ódýrt – Sökkti Manchester United á sínum tíma

Sænska undrið á blaði víða og er fáanlegur ódýrt – Sökkti Manchester United á sínum tíma