fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
433Sport

Segir umræðuna á villigötum – „Mér finnst of lítið talað um þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. mars 2025 11:30

Úr úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar síðasta haust. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðar Aftureldingar geta lent í meiri vandræðum í Bestu deild karla en umræðan gefur til kynna. Þetta segir Hrafnkell Freyr Ágústsson í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is, þar sem rætt var um komandi leiktíð hér heima.

Afturelding komst upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnar í fyrra og styrkti sig vel fyrr í vetur. Liðið fékk til sín bræðurna Axel Óskar og Jökul Andréssyni. Þá kom reynsluboltinn Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson.

video
play-sharp-fill

„Mér finnst of lítið talað um þetta en Afturelding getur fallið. Það eru allir á því að þetta verði bara ekkert mál. En þegar þú horfir á hópinn eru þetta kannski 5-6 leikmenn sem hafa spilað í úrvalsdeild að einhverju ráði,“ sagði Hrafnkell í þættinum og benti á að fleiri hefðu styrkt sig vel í vetur.

„Þetta er alveg hörkulið, en Vestri hefur sem dæmi styrkt sig mjög vel.“

Þess má geta að Sigurbjörn Hreiðarsson var gestur þáttarins og var snert á öllum liðum í Bestu deildinni fyrir komandi leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Reyna að flýta stórleiknum vegna Eurovison

Reyna að flýta stórleiknum vegna Eurovison
Hide picture