fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
433Sport

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 11:24

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi en pirraður stuðningsmaður Liverpool hafði þá verið með læti og höfðu nágrannar aðilans áhyggjur.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar en Liverpool féll úr leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í gær.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Liverpool tapaði.

„Reglulega berast lögreglu kvartanir vegna hávaða og gærkvöldið var engin undantekning í þeim efnum. Að þessu sinni var það vegna Liverpool-aðdáenda sem fóru á límingunum þegar liðið þeirra tapaði í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik í Meistaradeildinni. Að tapa með þeim hætti er sárt og því fylgja stundum öskur og læti enda vonbrigðin gríðarleg hjá eldheitum stuðningsmönnum,“ segir í færslu lögreglu.

„Engum varð þó meint af í þeim tveimur málum, sem sinnt var vegna þessa í gærkvöld, en þá höfðu áhyggjufullir nágrannar hringt í lögregluna eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða.“

Lögreglan tekur fram að stuðningsmenn Liverpool séu ekki þeir einu sem lenda í svona. „Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að útköll sem þessi eru ekki einvörðungu bundin við stuðningsmenn Liverpool, nei síður en svo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Moyes kallaður til sem vitni þegar lífstíðardómur er yfirvofandi

Moyes kallaður til sem vitni þegar lífstíðardómur er yfirvofandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kane setur þennan glæsilega bíl á sölu fyrir 12 milljónir – Þú getur keypt hann

Kane setur þennan glæsilega bíl á sölu fyrir 12 milljónir – Þú getur keypt hann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Marciano Aziz í Gróttu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leggur til að Gylfi komi inn í byrjunarlið landsliðsins og leysi þetta vandamál

Leggur til að Gylfi komi inn í byrjunarlið landsliðsins og leysi þetta vandamál
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framhjáhaldið sem komst upp um reyndist vera hefnd – Ástæðan er hreint ótrúleg

Framhjáhaldið sem komst upp um reyndist vera hefnd – Ástæðan er hreint ótrúleg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kári Árna: „Hefur íslenska þjóðin þolinmæði fyrir þessu?“

Kári Árna: „Hefur íslenska þjóðin þolinmæði fyrir þessu?“
433Sport
Í gær

Þetta hafði Arnar að segja eftir sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari

Þetta hafði Arnar að segja eftir sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari
433Sport
Í gær

Þungt hljóðið í Íslendingum eftir kvöldið – „Er þetta það besta sem er hægt að bjóða þjóðinni uppá? “

Þungt hljóðið í Íslendingum eftir kvöldið – „Er þetta það besta sem er hægt að bjóða þjóðinni uppá? “