fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Kynna niðurstöður eftir að hafa skoðað 826 unglinga á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 07:00

Lára Hafliðadóttir er ein þeirra sem kynnir erindi sitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 14. mars kl.12.00-13.00 bjóða KSÍ og HR upp á fræðsluviðburð í fundarsal M208 í Háskólanum í Reykjavík.

Yfirskrift viðburðarins er; Líkamleg og hugræn geta 16 ára knattspyrnuiðkenda á öllu Íslandi: munur á milli getustigs, leikstöðu og fæðingardagsáhrifa.

Efni fundarins eru niðurstöður úr líkamlegum og hugrænum mælingum sem framkvæmdar voru á 826 íslenskum knattspyrnuiðkendum á eldra ári 3 flokks karla og kvenna, á árunum 2019 – 2021. Skoðuð voru tengsl við getustig, leikstöðu og fæðingardagsáhrif. Mælingarnar voru framkvæmdar af meistaranemum í íþróttafræði og sálfræði hjá HR í kostaðri stöðu hjá KSÍ. Vísindagrein byggð á rannsókninni var birt í desember og gefst því loks tækifæri á að ræða opinberlega niðurstöður hennar.

Vísindagreinin: Differences in Anthropometric Parameters, Physical Fitness, and Kicking Speed in Young Football Players According to Performance Level, Playing Position, and Relative Age Effect: A Population-Based Study

Dagskrá:
– Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir: Framkvæmd og niðurstöður líkamlegra mælinga. Munur á milli getustigs, leikstaða og fæðingardagsáhrif.
– Grímur Gunnarsson: Framkvæmd og niðurstöður hugrænna mælinga:
– Hafrún Kristjánsdóttir: Hvernig vinnum við áfram með gögnin?

Knattspyrnuþjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi geta nælt sér í 2 endurmenntunarstig með því að mæta á fyrirlesturinn. Viðburðurinn verður tekinn upp og hægt er að óska eftir að fá upptökuna senda í tölvupósti.

Frítt er á viðburðinn og skráning er hér, bæði fyrir þau sem mæta og þau sem vilja fá senda upptökuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Í gær

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir