Róbert Orri Þorkelsson er genginn í raðir Víkings í Bestu deild karla en þetta staðfesti félagið í kvöld.
Um er að ræða 22 ára gamlan varnarmann en hann skrifar undir samning við Víking til ársins 2027.
Róbert hefur undanfarin ár spilað í atvinnumennsku en hann spilaði með Montreal í MLS deildinni á sínum tíma.
Róbert var síðast hjá Konsvinger í Noregi á láni en mun nú leika hérlendis með Evrópuliðinu.
Róbert á að baki fjóra A landsleiki og lék áður með Aftureldingu og Breiðablik.