Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, hann kemur á láni frá Manchester United.
Félögin hafa ekki staðfest skiptin en fréttamenn frá Mancester hafa fengið mynd af Rashford að skrifa undir.
Rashford hefur ekki komist í hóp hjá Ruben Amorim síðustu vikur og vildi hann losna við hann frá United.
Aston Villa getur keypt Rashford næsta sumar fyrir 40 milljónir punda.
Rashford hefur átt mjög erfitt innan vallar síðustu 18 mánuði en fær nú tækifæri til að koma sér í gang hjá Aston Villa. Félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
🚨 WORLDWIDE EXCLUSIVE PHOTO: Marcus Rashford has signed his Aston Villa contract. Medical and media duties are wrapped up, understand deal set to go through shortly. pic.twitter.com/N0uaYxrrVq
— Sam C (@SamC_reports) February 2, 2025