Eins greint var frá fyrr í dag er Marcus Rashford á leið til Aston Villa en hann kemur þangað frá Manchester United.
Rashford er uppalinn hjá United og hefur aldrei spilað fyrir annað félag en hann er enskur landsliðsmaður.
Rashford skrifar undir lánssamning á Villa Park en Villa er búið að ná samkomulagi við United.
Sóknarmaðurinn er nú búinn í læknisskoðun og er allt klappað og klárt að sögn Fabrizio Romano.
Rashford spilar með Villa allavega út tímabilið og er aldrei að vita að hann verði seldur í sumar.