Arsenal 5 – 1 Man City
1-0 Martin Odegaard(‘2)
1-1 Erling Haaland(’55)
2-1 Thomas Partey(’56)
3-1 Myles Lewis-Skelly(’62)
4-1 Kai Havertz(’76)
5-1 Ethan Nwaneri(’90)
Arsenal vann virkilega góðan og í raun sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í lokaleik helgarinnar.
Það voru fimm mörk skoruð í þessum leik en Arsenal var 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn eftir mark Martin Odegaard snemma leiks.
Erling Haaland náði að jafna metin fyrir City með flottum skalla í seinni hálfleik en það entist ekki lengi.
Sjö mínútum síðar var staðan orðin 3-1 en þeir Thomas Partey og Myles Lewis-Skelly skoruðu fyrir heimamenn.
Kai Havertz og Ethan Nwaneri kláruðu svo leikinn fyrir Arsenal sem vinnur ótrúlegan 5-1 sigur.