Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, er á því máli að Ange Postecoglou fái tvo leiki til að bjarga eigin starfi.
Postecoglou er undir mikilli pressu þessa stundina en Tottenham er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í raun ekki langt frá fallsæti.
Neville telur að svo lengi sem Tottenham eigi möguleika á bikar á tímabilinu þá sé starf Postecoglou mögulega öruggt en það er erfitt að spá til fyrir um það.
Tottenham er enn á lífi í deildabikarnum þar sem liðið er 1-0 yfir gegn Liverpool fyrir seinni leikinn sem fer fram þann 6. febrúar.
Tottenham á þá einnig eftir að spila við Aston Villa í enska bikarnum og er komið í umspil um sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
,,Ég held að ef hann tapar seinni leiknum í deildabikarnum og dettur svo úr FA bikarnum gegn Aston Villa á útivelli þá verður andrúmsloftið of eitrað og Daniel Levy mun taka ákvörðun.“
,,Ef liðið dettur úr leik í báðum keppnum þá þarf hann að bregðast við. Ef þeir halda sér inni þá gæti hann fengið lengri tíma.“