fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Eigandinn þarf að taka ákvörðun ef illa fer í þessum leikjum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 21:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, er á því máli að Ange Postecoglou fái tvo leiki til að bjarga eigin starfi.

Postecoglou er undir mikilli pressu þessa stundina en Tottenham er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í raun ekki langt frá fallsæti.

Neville telur að svo lengi sem Tottenham eigi möguleika á bikar á tímabilinu þá sé starf Postecoglou mögulega öruggt en það er erfitt að spá til fyrir um það.

Tottenham er enn á lífi í deildabikarnum þar sem liðið er 1-0 yfir gegn Liverpool fyrir seinni leikinn sem fer fram þann 6. febrúar.

Tottenham á þá einnig eftir að spila við Aston Villa í enska bikarnum og er komið í umspil um sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

,,Ég held að ef hann tapar seinni leiknum í deildabikarnum og dettur svo úr FA bikarnum gegn Aston Villa á útivelli þá verður andrúmsloftið of eitrað og Daniel Levy mun taka ákvörðun.“

,,Ef liðið dettur úr leik í báðum keppnum þá þarf hann að bregðast við. Ef þeir halda sér inni þá gæti hann fengið lengri tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“