Harry Kane skoraði tvennu í gær er Bayern Munchen vann lið Holstein Keil 4-3 í mjög svo fjörugum leik.
Landsliðsfyrirliðinn var að spila sinn 50. leik fyrir Bayern en í þeim hefur hann skorað 55 mörk.
Kane setti met í kjölfarið en enginn leikmaður hefur skorað eins mörg mörk í Bundesligunni eftir 50 leiki.
Erling Haaland, fyrrum leikmaður Dortmund, átti metið en hann er í dag leikmaður Manchester City.
,,Þetta hlýtur að þýða að ég sé að gera eitthvað rétt. Það er alltaf búist við því að framherjar skori mörk og ég hef gert það allan minn feril,“ sagði Kane.
,,Ég væri hins vegar ekki búinn að ná þessu afreki ef það væri ekki fyrir liðsfélagana. Vonandi verða mörkin fleiri.“