Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa og gengur í raðir félagsins frá Manchester United.
Það er Villa sem staðfestir þessar fregnir í kvöld en skiptin hafa legið í loftinu undanfarna klukkutíma.
Rashford er uppalinn hjá Manchester United en bað um að fá að komast burt sem fyrst eftir komu Ruben Amorim í nóvember.
Hann hefur ekki verið í hóp hjá United síðan í desember en hann gerir nú lánssamning við Villa út tímabilið.
Villa getur þá keypt enska landsliðsmanninn fyrir 40 milljónir punda næsta sumar en á meðan borgar liðið 75 prósent af launum hans.
👉🙎♂️ pic.twitter.com/PHz523nZyy
— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 2, 2025