Það er útlit fyrir að varnarmaðurinn Lisandro Martinez verði frá í langan tíma vegna meiðsla.
Þetta segir Ruben Amorim, stjóri United, en Martinez meiddist í dag í 2-0 tapi gegn Crystal Palace.
,,Ég held að þetta séu alvarleg meiðsli,“ sagði Amorim en Martinez var borinn af velli.
,,Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur sterkur karakter í búningsklefanum. Hann fann mikið til og þegar þú ert leikmaður þá veistu þegar meiðslin eru alvarleg.“
,,Við erum hér til staðar fyrir hann.“