Albert Guðmundsson komst á blað fyrir lið Fiorentina sem mætti Genoa á Ítalíu í dag
Albert var þar að spila gegn sínum gömlu félögum en hann vakti fyrst athygli á Ítalíu með einmitt Genoa.
Moise Kean og Albert sáu um að tryggja Fiorentina sigurinn og er liðið í fimmta sæti deildarinnar.
Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Brentford sem mætti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar en því miður þá tapaðist hann 2-0 á heimavelli.