fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
433Sport

Halda því fram að þetta myndi lækka verðmiðann á Isak mikið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Isak, framherji Newcastle, gæti verið fáanlegur á ansi sanngjörnu verði ef lið hans nær ekki Meistaradeildarsæti í ár.

Isak er að eiga frábært tímabil, er með 19 mörk í öllum keppnum og hefur verið orðaður við stórlið eins og Arsenal og Barcelona, til að mynda.

Newcastle hefur engan áhuga á að selja Isak, sem er samningsbundinn til 2028, en samkvæmt spænska miðlinum Sport gerir félagið sér grein fyrir að það gæti orðið erfiðara ef það nær ekki Meistaradeildarsæti í vor.

Fari svo að Newcastle komist ekki í Meistaradeildina segir Sport að Isak verði fáanlegur á aðeins rúmlega 80 milljónir punda. Áður hefur verið talað um verðmiða upp á meira en 120 milljónir punda.

Newcastle er sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 3 stigum frá fjórða sætinu. 4-5 lið frá Englandi fara í Meistaradeildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki
433Sport
Í gær

Carragher tjáir sig um ákvörðun Trent – Aðallega svekktur út af þessu

Carragher tjáir sig um ákvörðun Trent – Aðallega svekktur út af þessu
433Sport
Í gær

Áhugaverður ársreikningur í Kópavogi opinberaður – Tap upp á meira en 100 milljónir

Áhugaverður ársreikningur í Kópavogi opinberaður – Tap upp á meira en 100 milljónir