fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski landsliðsframherjinn Ivan Toney var handtekinn á laugardagsmorgun eftir meint höfuðhögg á vinsælum skemmtistað í Soho í London. Atvikið átti sér stað á troðnum bar og var Toney, 29 ára, leiddur út í handjárnum.

Samkvæmt vitni hófst æsingurinn þegar aðdáandi reyndi að taka sjálfu með því að setja hendurnar um háls Toney. „Toney sagði: ‘Láttu mig vera’ og endaði á að skalla manninn,“ sagði vitnið, sem greindi frá því að meinta fórnarlambið hefði fengið blæðingu frá nefi.

Toney, sem gekk til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu fyrir 40 milljónir punda í fyrra, gæti hafa óttast að hópurinn væri að reyna að ræna hann, að sögn vitna. „Hann er ofurstjarna á hálfri milljón punda á viku. Hann var með dýrt úr og skart, kannski hélt hann að þeir væru að fara í hann.“

Lögregla mætti á staðinn innan hálfrar klukkustundar og handtók leikmanninn grunaðan um tvær líkamsárásir og ólæti. Hann hefur verið látinn laus gegn trygginu en áfram heldur rannsókn. Einn einstaklingur var fluttur á sjúkrahús með meiðsli sem ekki eru talin lífshættuleg.

Toney hefur verið orðaður við West Ham í janúar, en talið er að launakröfur hans geti reynst vandamál. Hann á sjö landsleiki fyrir England og vill spila sig inn í hópinn fyrir HM 2026.

Myndband af atvikinu eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Liverpool lét fjarlægja húðkrabbamein af andliti

Fyrrum stjarna Liverpool lét fjarlægja húðkrabbamein af andliti