

Enski landsliðsframherjinn Ivan Toney var handtekinn á laugardagsmorgun eftir meint höfuðhögg á vinsælum skemmtistað í Soho í London. Atvikið átti sér stað á troðnum bar og var Toney, 29 ára, leiddur út í handjárnum.
Samkvæmt vitni hófst æsingurinn þegar aðdáandi reyndi að taka sjálfu með því að setja hendurnar um háls Toney. „Toney sagði: ‘Láttu mig vera’ og endaði á að skalla manninn,“ sagði vitnið, sem greindi frá því að meinta fórnarlambið hefði fengið blæðingu frá nefi.
Toney, sem gekk til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu fyrir 40 milljónir punda í fyrra, gæti hafa óttast að hópurinn væri að reyna að ræna hann, að sögn vitna. „Hann er ofurstjarna á hálfri milljón punda á viku. Hann var með dýrt úr og skart, kannski hélt hann að þeir væru að fara í hann.“
Lögregla mætti á staðinn innan hálfrar klukkustundar og handtók leikmanninn grunaðan um tvær líkamsárásir og ólæti. Hann hefur verið látinn laus gegn trygginu en áfram heldur rannsókn. Einn einstaklingur var fluttur á sjúkrahús með meiðsli sem ekki eru talin lífshættuleg.
Toney hefur verið orðaður við West Ham í janúar, en talið er að launakröfur hans geti reynst vandamál. Hann á sjö landsleiki fyrir England og vill spila sig inn í hópinn fyrir HM 2026.
Myndband af atvikinu eru hér að neðan.
EXCLUSIVE: Ivan Toney ‘launched headbutt in brawl’ before video shows him being led away in cuffs 🚨 pic.twitter.com/hF0UJsh474
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) December 8, 2025