

Mohamed Salah birti einmana mynd úr ræktinni á samfélagsmiðlum í dag, aðeins fáum dögum eftir að hann lét allt vaða í dramatísku viðtali eftir leik Liverpool gegn Leeds um helgina.
Framherjinn 33 ára gagnrýndi bæði félagið og stjórnanda sinn, Arne Slot, harðlega eftir að hafa verið vistaður á bekknum í þriðja sinn í röð á Elland Road.
Í kjölfarið var Salah ekki valinn í Meistaradeildarhóp Liverpool sem mætir Inter Mílan á þriðjudag, og æfir nú einn heima á Anfield, fjarri aðalliðinu.

Í umdeildu viðtalinu sakaði Salah félagið um að hafa „kastað sér fyrir rútuna“ og sagðist ekki lengur eiga neitt samband við Slot.
Óvíst er hvort Egyptinn muni spila fleiri leiki fyrir Liverpool áður en hann heldur til Afríkukeppninnar með landsliði sínu í næstu viku.